Háhitahola, sjóhola, kaldavatnshola og lághitahola eru allt heiti yfir vinnsluholur. Til eru margar gerðir af borholum og íslensk heiti yfir þær flestar. Sjá orðalista yfir borholur.
Kortavefsjáin sýnir jarðfræðikort ÍSOR í tveimur mælikvörðum, 1:600 000 fyrir allt Ísland og 1:100 000 fyrir ákveðin svæði af gosbeltum landsins. Þegar smellt er á kortin koma upplýsingar um hraun og berg þar sem þau eru til. Einnig geymir vefsjáin ljósmyndir og lýsingar um valda markverða staði.
ÍSOR ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík hlutu nýverið styrk frá Rannís til þess að kaupa segulmæli og dróna. Að sögn Gylfa Páls Hersis, jarðeðlisfræðings hjá ÍSOR, opnast hér ný tækifæri við jarðhitaleit og jarðfræðirannsóknir almennt.
Í dag var undirritaður nýr þjónustusamningur GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) um rekstur Jarðhitaskólans, en Jarðhitaskólinn er einn fjögurra skóla GRÓ.
Lítil jarðskjálftahrina varð skammt norður af Hrísey í lok október og byrjun nóvember. Jarðskjálftarnir voru allir mjög litlir, flestir minni en 1 að stærð. Þeir hafa því væntanlega ekki fundist nema með mælitækjum.