Umbrotahrina hefur staðið yfir á Reykjanesskaga á árinu. Þessi hrina hófst með jarðskjálftum og landrisi við fjallið Þorbjörn 22. janúar 2020. Skjálftavirknin færðist síðan í hrinum yfir stærsta hluta Reykjanesskagans vestan Kleifarvatns. Stærsti skjálftinn reið yfir nú í október og var 5,6 að stærð samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Í tengslum við yfirstandandi umbrotahrinu hefur komið fram að landris á sér nú stað við Krýsuvík.