ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir, hefur hlotið jafnlaunavottun frá vottunarstofunni iCert. Það er staðfesting á því að jafnlaunakerfi ÍSOR samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012.
Jarðhitanýting og náttúruvá - Samspil náttúru og nýtingar er yfirskrift ársfundar ÍSOR 2020. Fundurinn er haldinn fimmtudaginn 4. júní kl. 13-16 að Grensásvegi 9. Fundurinn er opinn öllum með streymi á YouTUBE. Í fundarsalnum Víðgelmi er einungis rými fyrir takmarkaðan fjölda gesta og því er skráning nauðsynleg.
Við óskum eftir umsóknum frá jákvæðum og metnaðarfullum háskólanemum sem hafa áhuga á að kynnast störfum við náttúrufarsrannsóknir í alþjóðlegu umhverfi og höfum eftirfarandi störf í boði: sumarstarf á sviði jarðfræðikortlagningar og sumarstarf á sviði grunnvatns- og jarðhitarannsókna.  
Norðurgosbelti / Suðvesturland
Jarðfræðikort af suðurhluta Norðurgosbeltis Íslands.
Fróðleikur / Myndir
Strokkur í Haukadal. Ljósmynd Sigurður Sveinn Jónsson.
Ársskýrslur / Kynningarefni
Ársskýrslur