ÍSOR leitar að drífandi einstaklingi til að sinna tölvuþjónustu við starfsfólkið. Um er að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2020.
Þann 19. júní hófst mikil jarðskjálftahrina í Eyjarfjarðarál sem enn er í gangi. Þetta er öflugasta skjálftahrinan sem þarna hefur orðið síðan nákvæmar skjálftamælingar hófust á svæðinu upp úr 1993. ÍSOR sér um rekstur nokkurra jarðskálftamæla í Eyjafirði fyrir Norðurorku og í ljósi aðstæðna var ákveðið að kanna hvernig yfirstandandi jarðskjálftavirkni kemur út á mælaneti Norðurorku.
ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir, hefur hlotið jafnlaunavottun frá vottunarstofunni iCert. Það er staðfesting á því að jafnlaunakerfi ÍSOR samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012.
Norðurgosbelti / Suðvesturland
Jarðfræðikort af suðurhluta Norðurgosbeltis Íslands.
Fróðleikur / Myndir
Strokkur í Haukadal. Ljósmynd Sigurður Sveinn Jónsson.
Ársskýrslur / Kynningarefni
Ársskýrslur