Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og ÍSOR hafa gert með sér samkomulag um nýtingu á hluta þess húsnæðis sem ÍSOR leigir af Ríkiseignum að Grensásvegi 9 í Reykjavík.
Lengi var talið að undir Heklu væri grunnstætt kvikuhólf á um 6-8 km dýpi. Samkvæmt nýjum mælingum bendir allt til að kvikan sé á 14-20 km dýpi. Jarðskjálftar benda til hins sama.
Þann 19. júní hófst mikil jarðskjálftahrina í Eyjarfjarðarál sem enn er í gangi. Þetta er öflugasta skjálftahrinan sem þarna hefur orðið síðan nákvæmar skjálftamælingar hófust á svæðinu upp úr 1993. ÍSOR sér um rekstur nokkurra jarðskálftamæla í Eyjafirði fyrir Norðurorku og í ljósi aðstæðna var ákveðið að kanna hvernig yfirstandandi jarðskjálftavirkni kemur út á mælaneti Norðurorku.
Norðurgosbelti / Suðvesturland
Jarðfræðikort af suðurhluta Norðurgosbeltis Íslands.
Fróðleikur / Myndir
Strokkur í Haukadal. Ljósmynd Sigurður Sveinn Jónsson.
Ársskýrslur / Kynningarefni
Ársskýrslur