Lítil jarðskjálftahrina varð skammt norður af Hrísey í lok október og byrjun nóvember. Jarðskjálftarnir voru allir mjög litlir, flestir minni en 1 að stærð. Þeir hafa því væntanlega ekki fundist nema með mælitækjum.
Umbrotahrina hefur staðið yfir á Reykjanesskaga á árinu. Þessi hrina hófst með jarðskjálftum og landrisi við fjallið Þorbjörn 22. janúar 2020.  Skjálftavirknin færðist síðan í hrinum yfir stærsta hluta Reykjanesskagans vestan Kleifarvatns. Stærsti skjálftinn reið yfir nú í október og var 5,6 að stærð samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Í tengslum við yfirstandandi umbrotahrinu hefur komið fram að landris á sér nú stað við Krýsuvík.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og ÍSOR hafa gert með sér samkomulag um nýtingu á hluta þess húsnæðis sem ÍSOR leigir af Ríkiseignum að Grensásvegi 9 í Reykjavík.
Norðurgosbelti / Suðvesturland
Jarðfræðikort af suðurhluta Norðurgosbeltis Íslands.
Fróðleikur / Myndir
Strokkur í Haukadal. Ljósmynd Sigurður Sveinn Jónsson.
Ársskýrslur / Kynningarefni
Ársskýrslur