Fréttasafn ÍSOR

2014

05. desemeber 2014
ÍSOR, leita að metnaðargjörnum einstaklingi til að bætast í hóp starfsmanna sem leiða rannsóknir og þróun á sviði jarðvarma, grunnvatns og kolvetna í jörðu.
 
03. desemeber 2014
Sérfræðingar ÍSOR sáu um jarðhitanámskeið fyrir ungt vísindafólk í Mexíkó nú í lok nóvember. Nemendur komu víðs vegar að, flestir langt komnir með bachelor-nám, sumir komnir í framhaldsnám og aðrir höfðu nýlega hafið störf í orkugeiranum.
 
07. nóvember 2014
Á undanförnum árum hafa Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) tekið þátt í fjölþjóðlegu verkefni, sem hlotið hefur heitið NAGTEC (Northeast Atlantic Geoscience Tectonostratigraphic Atlas), og snýst um kortlagningu á botni Norðaustur-Atlantshafs.
 
08. september 2014
Jarðfræðingar ÍSOR vinna þessa dagana við jarðfræðikortlagningu norðan Vatnajökuls og með tilkomu nýja hraunsins eru stöðugar vangaveltur í gangi um hvað gerist næst. Meðfylgjandi kort nær frá enda nýja hraunsins eins og staða þess var 7. september og austur fyrir Rifnahnjúk.
 
04. september 2014
Sjófarendur beðnir um að veita staðsetningum jarðskjálftamælanna athygli í von um að hægt sé að forða þeim frá því að lenda í veiðafærum skipa. Dagana 18.–23. ágúst sl.
 
02. september 2014
Þróun jarðhræringanna við Bárðarbungu leiðir af sér ótal spurningar og tilgátur um hvað sé í raun að gerast. Hér á eftir er bent á nokkra athyglisverða þætti og ályktanir sem draga mætti út frá þeim jafnframt því sem jarðskjálftaupptök síðustu tveggja vikna eru sýnd á drögum að nýju jarðfræðikorti ÍSOR af syðri hluta norðurgosbeltisins:
 
25. ágúst 2014
Afar athyglisvert hefur verið að fylgjast með atburðunum við Bárðarbungu undanfarna daga. Jarðskjálftavöktunarkerfi Veðurstofu Íslands hefur þarna sannað gildi sitt. Það snýst ekki bara um að vara við hugsanlegu eldgosi og flóðum heldur ekki síður um að bæta verulega skilning okkar á myndun jarðskorpu Íslands og gerð hennar og eðlisástandi.
 
20. ágúst 2014
Atburðir undanfarinna vikna í Öskju og Bárðarbungu minna okkur á hvað náttúran er kvik og óútreiknanleg og hve nauðsynlegt er að kanna hana eins vel og tök eru á til þess að geta betur brugðist við náttúruvá af ýmsu tagi.
 
24. júní 2014
ÍSOR hefur síðastliðin þrjú ár verið með sérfræðiþjónustu vegna jarðhitaborana á eyjunni Dóminíku í Karíbahafi. Því verkefni lauk nú um miðjan júnímánuð.
 
23. júní 2014
Sérfræðingar ÍSOR á Akureyri eru meðal leiðbeinenda á alþjólegu námskeiði um örvistfræði norðurslóða (Arctic Microbial Ecology) sem fram fer á Akureyri dagana 15.-28. júní.
 
14. maí 2014
Þessa dagana stendur yfir þriggja vikna sérhæft námskeið í viðnámsmælingum hjá ÍSOR. Námskeiðið er haldið fyrir starfsfólk jarðfræði- og námastofnunar Chile.
 
30. apríl 2014
Nýja holan varð 1704 m djúp og í sjálfennsli gefur holan tæpa 20 L/s en allt að 40 L/s með 120 m niðurdrætti. Vatnið er sjóðandi heitt, við holubotn um 140°C. Þessi árangur verður að teljast nokkuð góður fyrir áformaða hitaveitu í Kjósinni.
 
22. apríl 2014
Jarðvísindamennirnir Guðni Axelsson, Knútur Árnason og Gylfi Páll Hersir hjá Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, hafa fengið viðurkenningu Alþjóðajarðhitasambandsins (IGA) fyrir bestu fræðigreinar ársins 2014 tengdar jarðhitarannsóknum.
 
22. apríl 2014
ÍSOR leitar að metnaðargjörnum forðafræðingi með sérhæfingu á sviði líkanreikninga fyrir jarðhitakerfi. Sjá nánari upplýsingar undir laus störf.
 
04. apríl 2014
ÍSOR var hluti sendinefndar á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins sem fundaði við ráðamenn á Terceira, Azoreyjum í vikunni.
 
04. febrúar 2014
ÍSOR hefur gert samning við fyrirtækið Emerging Power um grunnrannsóknir á jarðhitasvæðinu Montelago á eyjunni Mindoro á Filippseyjum.