[x]

SURE - Novel Productivity Enhancement Concept for a Sustainable Utilization of a Geothermal Resource

SURE - Novel Productivity Enhancement Concept for a Sustainable Utilization of a Geothermal Resource

2016-2019
9 þátttökuaðilar: GFZ sér um verkefnastjórn (Þýskalandi), ÍSOR, TU Delft (Hollandi), Hochschule Bochum (Þýskalandi), TNO (Hollandi), Wellservices (Hollandi), Imperial Collage of Science Technology and Medicine (Bretlandi), Geoterma UAB (Litháen) og Gamtos tyrimu centras (Litháen).

Styrkt af rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020.
Verkefnisstjóri ÍSOR:

Markmið verkefnisins er að nýta bortækni til að örva borholur sem ekki skila þeim afköstum sem að var stefnt við hefðbundna borun.
Stuðst verður við tækni sem þróuð hefur verið í olíu- og gasiðnaði og felst í því að boraðar eru grannar holur út úr hefðbundinni borholu lárétt, eða undir halla, og getur hver hola náð allt að 100 metra lengd. Notast er við háþrýst vatn til borunar en einnig verður skoðað hvort nýting loftbólna í vatninu geti skilað auknum árangri.

Rannsóknarsvæðin eru á Íslandi, þar sem ein hola verður örvuð, og í Hollandi þar sem tvær holur verða örvaðar. Holurnar verða afkastamældar fyrir og eftir örvun og síðan verður fylgst með þeim til staðfestingar á að örvunin hafi skilað varanlegri aukningu á afköstum.