[x]

Resistivity survey of Grímsvötn

(2009-2012)
Þrir þátttakendur: ÍSOR, Háskóli Íslands, HS Orka og GNS–New Zealand.
Styrkt af GEORG, GEOthermal Research Group:
https://georg.cluster.is/

Verkefnisstjóri hjá ÍSOR: Knútur Árnason

Meginmarkmið verkefnisins eru:

  • Að kortleggja landfræðilega stærð og dýpi viðnámsfrávika í skorpunni undir Grímsvötnum með samanburð við önnur háhitasvæði í huga.
  • Að kortleggja staðsetningu og umfang kvikuinnskota í efstu 3-5 km undir eldstöðinni.
  • Að nota gögn og samanburð við önnur svæði til að meta ástæðu þess að ósnortið jarðhitasvæði hefur sambærilegt varmaflæði og stórt jarðhitasvæði sem er nýtt umtalsvert, s.s. Nesjavellir, Hengill og Krafla.

Verkefnið stendur í þrjú ár. Á fyrsta árinu mun doktorsnemi skoða aðferðir til viðnámsmælinga í jarðhitaleit ásamt því að kvarða tæki og útreikninga þannig að dýpt og upplausn mælinganna sé í samræmi við væntingar. Tvær þriggja vikna mælingaferðir verða farnar samhliða árlegum ferðum Jöklarannsóknafélagsins. Unnið verður úr gögnunum, þau samtúlkuð með þyngdarmælingum og jarðskjálftagögnum og birt í þrívíðu hugmyndalíkani af eldstöðinni og háhitasvæðinu sem kennt er við Grímsvötn.


 

Tengiliður:
Knútur Árnason
Jarðeðlisfræðingur

528 1560
893 8335
ka@isor.is