[x]

Renewability of Geothermal Resources

(2009-2012)
Fjórir þátttakendur: ÍSOR, Háskóli Íslands, HS Orka og GNS–New Zealand

Styrkt af GEORG, GEOthermal Research Group: https://georg.cluster.is/

Verkefnisstjóri hjá ÍSOR: Guðni Axelsson

Tilgangur verkefnisins er að þróa aðferðir til að meta innstreymi og massajafnvægisbreytingar jarðhitakerfa og beita þeim á jarðhitakerfin á svæðinu frá Svartsengi til Reykjaness. Verkefnið miðar að því að tvinna saman niðurstöður nokkurra mismunandi vísindagreina og mæliaðferða með áherslu á:

  1. Hágæða þrívítt mat á yfirborðsbreytingum (úrvinnsla InSAR-gagna og GPS-mælingar).
  2. Nákvæmnisþyngdarmælingar.
  3. Endurteknar TEM-viðnámsmælingar.
  4. Eftirlit með hita- og þrýstiástandi.
  5. Eftirlit með efnainnihaldi.
  6. Tímaháðar jarðhitakerfislíkanreikninga.

Með því að tengja saman gögn um landhæðarbreytingar og þyngdarbreytingar er oft hægt að meta breytingar á massajafnvægi í jarðhitakerfum í vinnslu. Viðnámsmælingar hafa verið notaðar til að kanna jarðhitakerfi og efnafræðigögn hafa verið notuð til að kanna ferli í jarðhitakerfum og innstreymi í þau. Nákvæm líkön af jarðhitakerfum hafa líka gjarnan verið sett upp til að herma viðbrögð þeirra við vinnslu. Nýbreytni verkefnisins felst í því að tengja saman niðurstöður hinna mismunandi aðferða með sameiginlegri hermun þátta 1 – 6.


 

Tengiliður:
Guðni Axelsson
Jarðeðlisfræðingur (í leyfi)

528 1550
897 2596
gax@isor.is