[x]

REFLECT

REFLECT
2020-2023

14 þátttökuaðilar (þrjá rannsóknastofnanir, ein evrópsk samtök, fjórir háskólar og þrjú fyrirtæki): GFZ – verkefnastjórn (Þýskaland), TU Delft (Holland), BRDM (Frakkland), UNINE (Swiss), IFE (Noregur), TNO (Holland), UKRI (Bretland), ÍSOR (Ísland), UNIM (Ungverjaland), IZtech (Tyrkland) EFG (Belgía), HI (Þýskaland) Landsvirkjun (Ísland) og PGF (Þýskaland). 

Verkefnið er styrkt af rannsóknaráætlun Evrópusambandsins – Horizon 2020. 

Verkefnisstjóri: Steinþór Níelsson, teymisstjóri jarðhita hjá ÍSOR.

Upplýsingasíður:

LinkedIn: reflect-project
Twitter:   reflect_h2020

Í þessu verkefni er sjónum beint að sjálfum jarðhitavökvanum og eðli hans. Reynt verður að finna lausnir á hinum ýmsu efnafræðivandamálum sem upp kunna að koma á vinnslustigum jarðhitans. Markmið verkefnisins er að auka skilvirkni í allri jarðhitastarfsemi og gera jarðhitavinnslu sem hagkvæmasta þannig að hægt verði að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti. Þáttur ÍSOR snýr einkum að því að athuga hvernig hægt er að taka efnasýni úr jarðhitavökva á miklu dýpi (3-5 km) þar sem  hitastig og þrýstingur er mun meiri en áður hefur verið unnið með.


 

 

Tengiliður:
Steinþór Níelsson
Jarðfræðingur / teymisstjóri jarðfræði

528 1601
892 8305
steinthor.nielsson@isor.is