[x]

Kortlagning landgrunnssvæða

EMODnet (Europian Marin Observation Data Network).  Kortlagning landgrunnssvæða

2013–2016
Þátttakendur frá 30 löndum í Evrópu.

http://www.emodnet.eu

Verkefnisstjóri hjá ÍSOR: Árni Hjartarson

Að verkefninu stendur hópur evrópskra vísindastofnana sem stunda rannsóknir á höfum heimsins í víðum skilningi, s.s. í líffræði, jarðfræði, haffræði o.s.frv. Helsti tilgangur EMODnet-verkefnisins er að draga saman og samræma sundurleit og torfengin rannsóknargögn og gera þau aðgengileg og þægileg meðferðar jafnt fyrir einstaklinga sem og opinbera aðila. Þessar upplýsingar verða vistaðar á opnu svæði (vefgátt) á alnetinu.

ÍSOR kemur einkum að jarðfræðihluta verkefnisins. Gögnin sem hér um ræðir eru annars vegar gagnabankar og hins vegar kort og myndrænar upplýsingar. Nefna má botngerðarkort, berggrunnskort hafsbotnsins, upplýsingar um setmyndunarhraða, jarðlagafræði, strandhegðun, jarðefni á hafsbotni og vákort.

Verkefnið hófst í nóvember 2013 og því lýkur í nóvember 2016.


 

Tengiliður:
Árni Hjartarson
Jarðfræðingur

528 1521
864 0486
ah@isor.is