[x]

Kort

Jarðfræðikort af Norðurgosbelti í mælikvarða 1:100 000 - Nyrðri hluti

 Kápan af Jarðfræðikorti af Norðurgosbelti.Kortið byggist á fjölmörgum jarðfræðikortum í stærri mælikvarða, sem unnin hafa verið fyrir verkkaupa ÍSOR og forvera þess, Orkustofnun, en einnig á yfirlitskortum í minni mælikvarða. Gögnin hafa verið endurskoðuð og nýjum upplýsingum bætt við. Helstu jarðmyndanir eru sýndar, og spannar aldur þeirra allt frá míósen til Kröfluelda 1975-1984. Einnig eru sýndir helstu drættir höggunar og jökulhörfunar á svæðinu. Alls eru á kortinu 61 hraun, sem skipt er í 7 aldursflokka með hjálp gjóskulaga.

 

Kaupa kort

Hlekkurinn vísar á netverslun Eymundsson. 

 

JARÐFRÆÐIKORT AF SUÐVESTURLANDI Í MÆLIKVARÐA 1:100 000

Kápan af Jarðfræðikorti af Suðvesturlandi. Kortið byggist á fjölmörgum jarðfræðikortum í mælikvörðum 1:20 000 - 1:50 000 sem unnin hafa verið fyrir ýmsa verkkaupa ÍSOR og forvera þess, Orkustofnun. Kortin hafa verið einfölduð, endurskoðuð og nýjum upplýsingum bætt við. Elstu jarðlögin á kortinu eru rúmlega 4 milljóna ára gömul og þau yngstu eru hraun frá Reykjaneseldum 1210-1240. Alls eru á kortinu um 160 mismunandi hraun. Á kortinu er bent á 40 áhugaverða staði og eru lýsingar að finna hér á vefnum.

Kortið er prentað í prentsmiðjunni Odda.

 

Kaupa kort

Hlekkurinn vísar á netverslun Eymundsson.