[x]

Kjarnaborun í Surtsey

IceSUSTAIN borverkefni í Surtsey (Surtsey Underwater volcanic System for Thermophiles, Alteration processes and INnovative Concretes).
2017-2019
Þátttökulönd: Háskóli Íslands og Háskólinn í Utah í Bandaríkjunum (verkefnisstjórn),  Ísland, Bandaríkin, Þýskaland, Noregur, Svíþjóð, Bretland, Ítalía, Nýja Sjáland og Ástralía.
Styrkt af: International Continental Scientific Drilling Program (ICDP), vísindasjóðir Þýskalands og Noregs, Bandaríkjanna, öndvegisstyrkur úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs. Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Vestmannaeyjabær og Landhelgisgæsla Íslands.

Verkefnisstjóri hjá ÍSOR: Tobias Weisenberger

Tilgangur SUSTAIN-verkefnisins er að varpa ljósi á myndun og þróun eldfjallaeyja með því að samþætta eldfjallafræði, jarðeðlisfræði, jarðefnafræði, mannvirkjajarðfræði og örverufræði. 

Meginverkefnið er kjarnaborun í Surtsey. Áformað er að taka tvo borkjarna, 200 metra langan lóðréttan kjarna auk kjarna úr 300 metra langri skáholu. Rannsaka á innri byggingu og þróun jarðhita í eyjunni sem dæmi um skammlíft jarðhitakerfi í rekbelti úthafsskorpu. Einnig verða tilvist og fjölbreytileiki örvera við mismunandi hitastig í innviðum eyjarinnar könnuð. Sýni verða rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Að lokinni borun standa vonir til að lóðrétta borholan verði notuð sem neðanjarðarrannsóknarstöð til vöktunar, sýnatöku og tilrauna, og mun þá geta varpað ljósi á langtímaþróun í samspili örvera, jarðsjávar og bergs.

Vefsíður:

https://surtsey50years.utah.edu/
http://surtsey.icdp-online.org


Tengiliður: