[x]

Jöklakort af Íslandi

Jöklakort af Íslandi.Yfirlitskort af öllum jöklum landsins með örnefnum þeirra jökla sem nafn hafa fengið. Kortið sýnir mestu útbreiðslu jöklanna á sögulegum tíma sem víðast varð við hámark litlu ísaldar um 1890 og einnig hvernig þeir voru um aldamótin 2000. Á kortinu eru framhlaupsjöklar greindir frá hinum með sérstökum lit og merktar þær eldfjallaöskjur sem vitað er um undir jökli.

Bæklingur og örnefnaskrá fylgja kortinu. Þar er meðal annars greint frá stærð helstu jökla og stærðarbreytingum á 20. öld. Allt lesmálið er á tveimur tungumálum, íslensku og ensku.

Útgefandi er Veðurstofa Íslands 2013.

Höfundar jöklakortsins eru Oddur Sigurðsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, Richard S. Williams Jr. jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna og Skúli Víkingsson jarðfræðingur hjá ÍSOR. Kortahönnuður er Guðrún Sigríður Jónsdóttir hjá ÍSOR.

Jöklakort af Íslandi nýtist ferðafólki jafnt og fræðimönnum. Kortið er til sölu í almennum bókaverslunum og á helstu ferðamannastöðum.