[x]

I-GET: Integrated Geophysical Exploration Technologies for deep fractured geothermal systems

(2005-2008)
11 þátttakendur: GFZ (verkefnisstjórn), BRGM, CRES, ENEL, GTN, IGG, ÍSOR, PAS, GEOWATT, FUB, og UNIPI
Tilgangur verkefnisins er að þróa nýja mæliaðferð á sviði jarðhitarannsókna byggða á jarðeðlisfræðilegum aðferðum. Tilgangurinn með því er að geta greint með meiri nákvæmni, áður en að borun kemur, vökvasvæði/vökvasónur í jarðhitageymum í náttúrulegu eða tilbúnu brotakerfi, t.d. eldvirkni (Ísland), djúplægum setlögum (Norður-Þýskaland) eða ummynduðu bergi (Lardarello, Ítalíu).