[x]

HYDRORIFT

HYDRORIFT
(2009-2011)
Fjórir þátttakendur: ÍSOR, HS Orka, Háskólinn í Le Mans Nantes (CNRS) og Háskólinn í Ecole et Observatorie des Sciences de la Terre (EOST).
Verkefnisstjóri hjá ÍSOR: Ólafur G. Flóvenz

Rannsóknarverkefnið HYDRORIFT er samvinnuverkefni Frakka og Íslendinga og verkefnið er hluti fransks verkefnis sem nefnist GEOFLUX. Verkefnið er stutt af jarðhitaklasanum GEORG (GEOthermal Research Group) og er framhald af hliðstæðu árangursríku verkefni sem fram fór sumarið 2005 á sama svæði.

Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á samspil vökva og jarðskjálfta á plötuskilunum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftamælingar á Reykjanesskaga voru gerðar á jarðhitasvæðunum í Krýsuvík, Trölladyngju og við Sandfell. Gögnin verða túlkuð samhliða MT- og TEM-viðnámsmælingum, niðurstöðum sem byggjast á tölfræðilegum og hliðrænum líkönum, mælingum á sýnum og öðru sem kann að skipta máli.

Jarðskjálftamælanetið var rekið frá miðjum maí til fyrri hluta október 2009. Skömmu eftir að netið var komið í gang hófst kröftug jarðskjálftahrina á Reykjanesskaganum. Staðsetning jarðskjálftanna var að mestu innan mælanetsins og gögnin sem fengust eru mikil að vöxtum og gæðum.


 

Tengiliður:
Ólafur G. Flóvenz
Jarðeðlisfræðingur

+354 528 1501
ogf@isor.is