Sigkatlar
Sigkatlar haldast við í þykkum jökli þar sem mikill jarðhiti er undir. Afrennsli kemur fram í ám, stundum í hlaupum. Þeir geta verið frá nokkrum tugum metra í þvermál upp í 2–3 km. Einna þekktastir eru Skaftárkatlar.
Finnast: Mýrdalsjökull, Austur-Reykjadalir, Þórðarhyrna, Grímsvötn, Pálsfjall, Skaftárkatlar, Kverkfjöll
Göt og hellar
Göt og hellar bráðna í þunna jökla og fannir. Vel þekkt dæmi eru í Torfajökli, Hrafntinnuskeri, Kaldaklofsjökli og Kverkfjöllum.
Finnast: Austur-Reykjadalir, Ljósártungur, Kverkfjöll