[x]

HITI : High Temperature Instruments for supercritical geothermal reservoir characterization and exploitation

(2007-2009)
8 þátttakendur: ÍSOR (verkefnisstjórn), CNRS-Montpellier, BRGM, Calidus Engineering Ltd. á Englandi, ALT, Oxford Applied Technology Ltd., GFZ-Postdam og CRES Calidus Engineering Ltd.

Verkefnisstjóri: Ragnar K. Ásmundsson

Markmið þessa verkefnis er að þróa jarðeðlisfræðilega og jarðefnafræðilega nema (sensors) og aðferðir til að mæla djúpar jarðhitaholur upp í markhita/krítískt hitastig (T>380°C). Súperkrítískar jarðhitaholur eru við núverandi þekkingu óhefðbundnar en kunna að verða mjög virk leið til að framleiða rafmagn úr hreinni, endurnýjanlegri orkulind. Verið er að bora djúpa jarðhitaholu í virka gosbeltið við Kröflu sem lið í íslenska/alþjóðlega djúpborunarverkefninu (Iceland Deep Drilling Project, IDDP), með sameiginlegri fjármögnun frá íslenskum orkuiðnaði og vísindasamfélagi.
Meðal tækja og nýrra aðferða sem nú þegar hafa verið reynd í HITI-verkefninu má nefna

  • háhitahljóðsjá (televiewer)
  • háhitarófgreini fyrir náttúrulega gammageislun
  • hitamælingar með ljósleiðara
  • efnahitamælingar sem byggjast á Na/Li samsætuhlutföllum
  • rennslisprófanir með lífrænum, háhitaþolnum ferilefnum sem gerðar voru í Kröflu og IDDP-holu

Í franskri tilraunastofu hefur háþrýstingsklefa verið breytt svo hægt sé að rannsaka samspil jarðvarmavökva í yfirmarksástandi og borholukjarna, tekna nálægt IDDP-holunni. Nýir hita-, þrýstings- og viðnámsmælar eru í smíði og verða prófaðir sumarið 2010.