[x]

GREENBAS

GREENBAS - Sustainable Fibres from Basalt Mining

2013-2016
6 þátttökuaðilar: Nýsköpunarmiðstöð Íslands (verkefnisstjórn), Háskólinn í Reykjavík, ÍSOR, Íslenskur jarðefnaiðnaður, SINTEF (Noregi), VTT (Finnlandi).

Styrkt af NordMin sem hluti af þróun námuvinnslu og iðnaðar á Norðurlöndum.

Verkefnisstjóri ÍSOR: Hjalti Franzson, jarðfræðingur.

Tilgangurinn er að rannsaka möguleika á framleiðslu basalttrefja gerða úr íslensku basalti. Þáttur ÍSOR var jarðfræðileg könnun og leit að æskilegu efni til slíkrar framleiðslu. Vinna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fólst í að skilgreina nánar eiginleika basaltsýnanna með tilliti til gerðar basalttrefja. Einnig fór þar fram rannsókn á hagkvæmni í byggingu slíkrar verksmiðju. Jarðefnaiðnaður hf. ásamt Háskólanum í Reykjavík lögðu áherslu á að auka þekkingu á hvernig best væri að nýta basalttrefjar í byggingariðnaði.  Rannsóknarstofnanirnar SINTEF í Noregi og VTT í Finnlandi sérhæfðu sig í rannsókn á heildarferli basalttrefja frá framleiðslu til förgunar og einnig aðferðafræði við íbætingu efna í slíkri framleiðslu.

Verkefninu lauk í desember 2016. Sá grunnur sem myndast hefur opnar möguleika á að reisa verksmiðju á Íslandi sem framleiðir basalttrefjar.


 

Tengiliður:
Hjalti Franzson
Jarðfræðingur

528 1523
892 3157
hf@isor.is