[x]

GEMex -Cooperation in Geothermal energy research Europe-Mexico for development of Enhanced Geothermal Systems and Superhot Geothermal Systems

GEMex -Cooperation in Geothermal energy research Europe-Mexico for development of Enhanced Geothermal Systems and Superhot Geothermal Systems

2016-2020
33 þátttökuaðilar

Styrkt af rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020 ráðuneyti orkumála í Mexíkó.
Verkefnisstjóri ÍSOR: Gylfi Páll Hersir jarðeðlisfræðingur.

Vefsíða: http://www.gemex-h2020.eu/index.php/en/

Tilgangurinn er að þróa þekkingu og vinnslu úr heitum og örvuðum (heit EGS-kerfi) og ofurheitum (SHGS) jarðhitakerfum.

Í GEMex verkefninu voru tvö óhefðbundin svæði í Mexíkó valin til frekari rannsókna: Acoculco, sem er talið heitt EGS-kerfi, og Los Humeros sem er talið SHGS-kerfi. Ætlunin er að þróa aðferðir við yfirborðsrannsóknir og boranir á hefðbundnum jarðhitasvæðum og beita þeim á hinum óhefðbundnu.
Í Acoculco eru tvær borholur. Þær eru nánast þurrar en hiti um 306°C á 2 km dýpi. Hár hitastigull gerir svæðið sérlega áhugavert sem EGS-svæði.
Los Humeros svæðið er nýtt til raforkuframleiðslu (65 MWe) og hafa verið boraðar 49 holur, þar af eru 25 nýttar til vinnslu og hæsti mældur hiti er 389°C á 2 km dýpi. Norðurhlutinn er mun heitari (> 380°C) en sá hluti sem nýttur er núna. Hár hiti og efnasamsetning vökvans er hér umtalsverð áskorun. Jarðfræði- og jarðeðlisfræðilegar upplýsingar eru af skornum skammti enn sem komið er og er töluvert verk að vinna við að átta sig á orkugetu svæðisins og tæknilegum vandamálum.

GEMex-verkefninu er skipt upp í þrjá meginverkþætti.

  • SP1 (Resource Assessment)
  • SP2 (Reservoir characterization)
  • SP3 (Concepts for reservoir development and utilization)

 

Tengiliður:
Gylfi Páll Hersir
Jarðeðlisfræðingur

528 1577
862 1186
gph@isor.is