[x]

GEISER: Geothermal Engineering Integrating Mitigation of Induced Seismicity in Reservoirs

GEISER: Geothermal Engineering Integrating Mitigation of Induced Seismicity in Reservoirs

(2010-2013)
13 þátttakendur: GFZ- Deutsches GeoForshungsZentrum (verkefnisstjórn), BRGM, ÍSOR, TNO, ETHZ, Statoil, Geowatt AG, NORSAR, ARMINES, EOST Strasbourg, KNMI, AMRA, INGV

Veggspjald á íslensku

Verkefnisstjóri hjá ÍSOR: Kristján Ágústsson

ÍSOR er þátttakandi í fjölþjóðlega ESB-verkefninu, GEISER, sem miðar að því að milda áhrif jarðskjálfta sem fylgja örvun jarðhitakerfa. Markmið verkefnisins eru:

  1. Að öðlast betri skilning á eðli manngerðra skjálfta (induced seismicity) í jarðhitakerfum.
  2. Að þróa aðferðir til að draga úr hættu vegna manngerðra skjálfta.
  3. Að semja leiðbeiningar fyrir stjórnvöld varðandi leyfisveitingar til orkuframleiðslu.

Aðstæður á Íslandi eru mjög frábrugðnar aðstæðum á meginlandi Evrópu hvað hættu af manngerðum skjálftum á jarðhitasvæðum varðar. Landið er strjálbýlt og flest jarðhitasvæði þar sem komið gæti til örvunar eru fjarri þéttbýli. Mannvirki eru að jafnaði yngri hér en víða í Evrópu og byggð skv. stöðlum sem gera ráð fyrir jarðskjálftum. Ólíklegt er að tíðni stórra jarðskjálfta sem fylgir örvun jarðhitakerfa verði svo há að það breyti forsendum um áhættu vegna jarðskjálfta. Hins vegar hefur nokkrum sinnum mælst umtalsverð smáskjálftavirkni samfara niðurdælingu og borunum hér. Þannig geta þau gögn svarað ýmsum spurningum um eðli manngerðra skjálfta og nýst öðrum og eru því mjög mikilvæg fyrir verkefnið.


 

Tengiliður:
Kristján Ágústsson
Jarðeðlisfræðingur

528 1572
897 4102
kristjan.agustsson@isor.is