Skip to content

Gæðastefna

ÍSOR er fyrirtæki í eigu ríkisins sem samkvæmt lögum selur sérhæfða þekkingu á sviði náttúrufars, orkumála og auðlindamála ásamt ráðgjöf og þjónustu byggða á henni. Jafnframt er ÍSOR ein helsta rannsóknarstofnun heims á sviði jarðhita. ÍSOR er, samkvæmt lögum, ætlað að starfa á samkeppnismarkaði, án opinberra fjárveitinga en arði af starfseminni skal varið til að auka rannsóknarfærnina.

Það er stefna ÍSOR að tryggja viðskiptavinum sínum skilvirka þjónustu og áreiðanlega ráðgjöf sem byggð er á bestu fáanlegri tækni og þekkingu á hverjum tíma og tekur tillit til þarfar fyrir vernd og endurbætur í umhverfismálum.
 Það felur m.a. í sér að:

  • Öll þjónusta ÍSOR sé í hæsta gæðaflokki.
  • Öll ráðgjöf ÍSOR, mælingar og niðurstöður sem afhentar eru verkkaupa eru vandlega unnar, yfirfarnar og sannprófaðar.
  • Verkkaupa er þjónað hratt, af fagmennsku, ábyrgð og sanngirni.
  • Hafa tiltækt starfsfólk og sérfræðinga í fremstu röð á þeim fagsviðum sem ÍSOR starfar.
  • Stunda rannsóknir og taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi til að styrkja þekkingarstoðir ÍSOR.
  • ÍSOR býr yfir tækjum og öðrum búnaði sem tryggir áreiðanlegar mæliniðurstöður, viðheldur þeim og fylgir eftir þróun í rannsóknatækni.
  • Starfsemi ÍSOR uppfyllir kröfur verkkaupa og opinberra aðila, m.a. um gæði, öryggi og hollustu.
  • Beitt er aðferðum gæðastjórnunar samkvæmt ISO-9001 á sem flestum sviðum starfseminnar og stöðugt unnið að umbótum starfseminnar.