[x]
26. september 2008

Vísindavaka RANNÍS

ÍSOR tekur þátt í Vísindavöku RANNÍS í Listasafni Reykjavíkur kl. 17-22.

Ætlunin er að skyggnast inn í huliðsheima jarðhitans. Við sýnum hitamyndavél sem nemur varmaútgeislun sem innrauðar bylgjur og gefur þannig upplýsingar um hitastig. Einnig verður fólki gefin kostur á að skoða ummyndunarsteindir í víðsjá. Þær endurspegla samsetningu bergs og hita og segja til um hita sem búast má við niðri í jörðu.

Vísindavakan verður í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu kl. 17-22 föstudaginn 26. september 2008.