[x]
23. september 2010

Vísindavaka 2010

ÍSOR tekur þátt í Vísindavöku RANNÍS sem fram fer föstudagskvöldið 24. september kl. 17-22, í Listasafni Reykjavíkur.Jarðfræðingur frá ÍSOR gefur gestum kost á að kynnast starfi sínu. Hann athugar meðal annars hvernig hægt sé að lesa í öskusýni. Hvaða upplýsingar geta til dæmis öskusýni frá gosum eins og í  Eyjafjallajökli eða Vestmannaeyjum veitt okkur?  Ætli það sé munur á þessum öskusýnum og bergsýnum sem aflað er úr borholum á 2 km dýpi?  Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Vísindavaka er haldin samtímis um alla Evrópu á Degi evrópska vísindamannsins. RANNÍS, Rannsóknamiðstöð Íslands, stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi.