[x]
22. september 2011

Vísindavaka

ÍSOR tekur þátt í Vísindavöku RANNÍS í Háskólabíói föstudagskvöldið 23. september kl. 17-22.

Á kynningarbás ÍSOR verður m.a. athugað hvernig vökvabólusmásjá nýtist við jarðhitarannsóknir og gestir fá að spreyta sig við að greina bergtegundir.

Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Slíkir viðburðir eru haldnir samtímis um alla Evrópu á Degi evrópska vísindamannsins. RANNÍS stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi og að þessu sinni í samstarfi við Háskóla Íslands, í tilefni að 100 ára afmæli skólans.