Verkfræðingafélag Íslands hefur sæmt Rögnu Karlsdóttur verkfræðing hjá ÍSOR gullmerki félagsins fyrir framlag hennar til jarðhitarannsókna. Formaður félagsins Páll Gíslason afhenti viðkenningarnar á árshátíð verkfræðingafélagsins 5. maí sl.
Á myndinni með Rögnu hér að neðan eru þeir Jónas Elíasson, Arnlaugur Guðmundsson og Gísli Viggósson sem einnig hlutu gullmerki við sama tækifæri fyrir sín störf. Myndina tók Ari Hjálmarsson.