[x]
8. maí 2017

Viðurkenning fyrir störf

Verkfræðingafélag Íslands hefur sæmt Rögnu Karlsdóttur verkfræðing hjá ÍSOR gullmerki félagsins fyrir framlag hennar til jarðhitarannsókna. Formaður félagsins Páll Gíslason afhenti viðkenningarnar á árshátíð verkfræðingafélagsins 5. maí sl.

Á myndinni með Rögnu hér að neðan eru þeir Jónas Elíasson, Arnlaugur Guðmundsson og Gísli Viggósson sem einnig hlutu gullmerki við sama tækifæri fyrir sín störf. Myndina tók Ari Hjálmarsson.

Jónas Elíasson, Ragna Karlsdóttir, Arnlaugur Guðmundsson og Gísli Viggósson fengu gullmerki VFÍ 2017.