[x]
27. mars 2006

Vel heppnaður ársfundur ÍSOR á Egilsstöðum

Föstudaginn 24.mars var haldinn þriðji ársfundur Íslenskra orkurannsókna og var hann í þetta sinn haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Til fundarins mættu um 100 manns og var mál manna að mjög vel hafi tekist til og erindi fræðandi. Fjallað var um jarðfræði og jarðhita á Austurlandi og fleira tengt starfsemi ÍSOR. Eftir fundinn var farið í vettvangsferð á Reyðarfjörð og ekið um athafnasvæði Fjarðaáls og einnig kynntu fundargestir sér starfsemi Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Hægt er að nálgast ávörp og glærusýningar ársfundarins hér.

Stjórnendur og starfsmenn ÍSOR þakka þeim fjölmörgu aðilum sem gerðu ferðina mögulega. Enginn nefndur enginn gleymdur.