[x]
19. apríl 2010

Vefur ÍSOR uppfærður

Vefsíða Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) hefur fengið nýtt útlit.

Á vef ÍSOR er að finna ítarlegar upplýsingar um þá rannsóknarstarfsemi og þjónustu sem fyrirtækið veitir á sviðum jarðhitanýtingar og annarra auðlindamála. Einnig er almennum fróðleik um jarðhita á Íslandi gerð betri skil. Enska útgáfan af vefnum var opnuð fyrir rúmu ári www.geothermal.is
Vefurinn var unninn í opna vefumsjónarkerfinu Drupal og hefur Jón Ragnarsson, kerfisfræðingur hjá ÍSOR, haft veg og vanda með þeirri vinnu. Hugbúnaðarfyrirtækið Eskill aðstoðaði við hönnun á útliti vefsins.

Unnið verður áfram að breytingum á vefnum á næstu mánuðum.