[x]
8. janúar 2007

Vatnsveita Í Borgarbyggð

Myndin sýnir eina af fjölmörgum rannsóknarholum í Grábrókarhrauni með snævi þakta Grábrók og Bifröst í baksýn. Ljósmynd Þórólfur H. Hafstað.Þann 5. janúar síðast liðinn var ný vatnsveita tekin formlega í notkun í Borgarbyggð. Þessi veita fær vatn ofan úr Grábrókarhrauni og er því veitt niður í Borgarnes en þjónar um leið hinni blómlegu sumarbústaðabyggð á leiðinni þangað. Aðveituæðin er um 30 km löng.

ÍSOR átti þátt í að velja stað fyrir vatnstökuna og hanna vatnsbólsholurnar og einnig að afkastamæla þær og skilgreina verndarsvæði vatnsbólsins.

Vert er að óska Orkuveitu Reykjavíkur til hamingju með þetta nýja mannvirki sitt og raunar gervallri Borgarbyggð.