[x]
21. október 2019

Útskrift hjá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Síðastliðinn föstudag útskrifuðust 24 nemar frá árlegu sex mánaða námskeiði Jarðhitaskólans. Við hjá ÍSOR óskum þeim innilega til hamingju með áfangann, þökkum fyrir ánægjuleg kynni og hlökkum til að starfa með þeim að jarðhitamálum í framtíðinni.

Jarðhitaskólinn hefur verið starfræktur hér frá árinu 1979 og útskrifað alls 755 nemendur. Breyting er í vændum og var útskriftin nú sú síðasta undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Frá og með næstu áramótum munu allir fjórir skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi verða starfræktir undir regnhlíf (hatti) Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Utanríkisráðuneytið mun áfram reka skólana sem hluta af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.