[x]
26. nóvember 2003

Útskrift frá Jarðhitaskólanum.

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfræktur frá 1979 og í október útskrifaði hann 20 nemendur sem komu frá 12 þjóðlöndum. Að venju sinntu starfsmenn ÍSOR kennslu við skólann, bæði í inngangsfyrirlestrum og sérhæfðu námi. Þá leiðbeindu sérfræðingar ÍSOR 15 nemendum í lokaverkefnum m.a. í borholujarðfræði, forðafræði og umhverfisfræðum.