Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hlutu styrk úr UOOR á árinu 2010 og voru þrjú verkefni frá ÍSOR þar á meðal.
Einnig voru kynntar niðurstöður verkefna frá árinu 2009 og eru þau erindi aðgengileg á vef Orkuveitu Reykjavíkur.
Verkefni er hlutu styrk:
Upplýsingatækni jarðhitagagna
Verkefnisstjóri: Gunnlaugur M. Einarsson, sérfræðingur í landrænum upplýsingum.
Markmið þessa verkefnis er að þróa umgjörð utan um þau gögn sem á einhvern hátt tengjast jarðhita.
Styrkur: 2.000.000,- kr.
Lekt í jarðhitakerfi Hengils og tengsl hennar við þróað berg í berggrunninum
Verkefnisstjóri: Hjalti Franzson, fagsviðsstjóri.
Markmið verkefnisins er að kanna uppruna og þróun ísúrra og súrra jarðlaga er tengjast Nesjavöllum, Hellisheiði, Hverahlíð og Gráuhnúkum, meta tengsl þróaða bergsins og lektar í jarðhitakerfinu, meta hve stór hluti þróaða bergsins er í raun innskot og að kanna áhrif þróaða bergsins á jarðhitavökvann.
Styrkur: 1.500.000,- kr.
Bættar ákvarðanir við háhitaborun
Verkefnisstjóri: Sverrir Þórhallsson, deildarstjóri.
Smíðaður verður hugbúnaður til þess að meta líkur á árangri mismunandi úrræða í
vandræðum borunar og reikna hagkvæmasta vongildi þeirra.
Styrkur: 1.500.000,- kr.