[x]
1. ágúst 2008

Ungverjar sækja jarðhitaþekkingu til Íslands

Debrecen háskólinn í Ungverjalandi hefur ákveðið að bæta við námsbraut í vinnslu jarðhita og nýtingu hans til húsahitunar. Tveir hópar prófessora og lektora frá skólanum, samtals 15 manns, sækja Ísland heim til að fræðast. Fyrri hópurinn dvaldi hér 21. til 27. júni og var meðal annars haldið málþing í Orkugarði þar sem starfsmenn ÍSOR fluttu  erindi um jarðhitaleit og fleira sem tengist nýtingu jarðhitans. Einnig var farið með hópinn í vettvangsferð um Suðurland og voru skoðuð gróðurhús og borholur. Leiðsögn í ferðinni var í höndum starfsmanna ÍSOR. Von er á örðum hópi nú í byrjun ágúst.

 Í október er stefnt að ráðstefnu í Ungverjalandi og væntanlega munu starfsmenn ÍSOR verða meðal leiðbeinenda þar.

Fulltrúar Debrecen háskólans í Ungverjalandi ásamt Hauki Jóhannessyni og Benedikti Steingrímssyni við Gullfoss.