[x]
7. janúar 2013

Undirritun sérleyfa fyrir rannsóknir og vinnslu á Drekasvæðinu

Þann 4. janúar nk. mun norski olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe undirrita tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Ole Borten Moe undrritar sérleyfin fyrir hönd norska ríkisolíufélagsins Petoro.

Um er að ræða leyfisveitingar, til annars vegar Faroe Petroleum Norge AS, útibús á Íslandi, og Íslensks Kolvetnis ehf. og hins vegar Valiant Petroleum ehf. og Kolvetnis ehf.

ÍSOR hefur til margra ára verið aðalráðgjafi stjórnvalda og Orkustofnunar í jarðvísindalegum málefnum olíuleitar á hafsvæðum umhverfis Ísland. Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á Drekasvæðið. Á ÍSOR starfa sérfræðingar í olíujarðfræði og jarðvísindum sem tengjast rannsóknum á auðlindum hafsbotnsins. Fyrirsjáanlegt er að hlutverk ÍSOR á því sviði muni aukast á næstu árum vegna fyrirhugaðra rannsókna og eftirlits með þeim.

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Orkustofnun munu Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri svara fyrirspurnum blaðamanna að lokinni undirritun leyfanna.

Undirritunin og blaðamannafundurinn fer fram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, föstudaginn 4. janúar, klukkan 10.