[x]
19. september 2012

Undirheimar Íslands

VísindavakaJarðvísindamenn ÍSOR svipta hulunni af undirheimum landsins þar sem skjálftar brjóta af sér, sprungur og brestir þykja jákvæðir eiginleikar og vökvinn flæðir óhindrað. 


- Hvernig komumst við þangað? Hvaða útbúnað þarf til? Hvað þurfum við að vita? Hvað gefur þetta í aðra hönd?
 

Þetta og margt fleira á Vísindavökunni, föstudaginn 28. september í Háskólabíói kl. 17-22.

Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Slíkir viðburðir eru haldnir samtímis um alla Evrópu á Degi evrópska vísindamannsins. RANNÍS stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi.