[x]
17. febrúar 2012

Umhverfisráðherra heimsækir ÍSOR

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti ÍSOR á dögunum til að kynna sér starfsemina.

Auk Svandísar komu frá ráðuneytinu þeir Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri, Andrési Ingi Jónsson aðstoðarmaður ráðherra og Hugi Ólafsson skrifstofustjóri.

Heimsóknin byrjaði á því að Ólafur G. Flóvenz forstjóri kynnti starfsemina og helstu verkefni ÍSOR. Ingibjörg Kaldal deildarstjóri sagði frá jarðfræðikortlagningu og vinnu við jarðfræðikortið af Suðvesturlandi sem út koma árið 2010. Einnig voru grunnvatns- og umhverfismál rædd. Þá sagði Guðni Axelsson deildarstjóri frá endurnýjanleika og sjálfbærri nýtingu jarðhitans. Síðar fékk ráðherra tækifæri til að hitta starfsmenn og fræðast nánar um ákveðin verkefni.

ÍSOR þakkar ráðherra og hennar föruneyti fyrir ánægjulega heimsókn.

Guðrún Sigríður Jónsdóttir kortahönnuður afhendir Svandísi jarðfræðikort af Suðvesturlandi.

Málin rædd. Kristján Ágústsson jarðeðlisfræðingur, Ólafur G. Flóvenz forstjóri og Svandísi Svavarsdóttir ráðherra.

Á rannsóknarstofu ÍSOR þar sem Magnús Ólafsson sagði frá efnagreiningum á jarðhitavökva.

Sandra Ósk jarðfræðingur fræddi gesti um þá miklu gagnasöfnun sem aflað er á meðan að jarðhitaborun stendur.