[x]
10. september 2004

Tveir Íslendingar í stjórn IGA

Nýverið lauk kosningu stjórnar IGA til næstu 3ja ára. Tveir Íslendingar, Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR og Gestur Gíslason jarðfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur voru í framboði til 30 manna stjórnar og hlutu báðir ágæta kosningu. Ólafur, sem var fyrir í stjórninni lenti í 5 sæti og var kjörinn ritari samtakanna.

 

Stærstu  viðfangsefni IGA er að halda alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur á fimm ára fresti og eru þessar ráðstefnur helstu ráðstefnur jarðhitamanna í heiminum með yfir 1000 þátttakendum. Næsta jarðhitaráðstefna IGA verður í Antalya í Tyrklandi í apríl 2005.