[x]
16. apríl 2008

Tökur á heimildamynd um jarðhita

ÍSOR styrkir gerð heimildamyndar sem er um sögu og nýtingu jarðhita á Íslandi. Kvikmyndafyrirtækið Plús film framleiðir myndina og stefnt er að sýna hana í Ríkissjónvarpinu á þessu ári. Tekin voru upp atriði í myndina hjá ÍSOR í byrjun vikunnar. Farið var upp á Hellisheiði þar sem fylgst var með steypumælingu í borholu og öðrum borholurannsóknum. Einnig voru tökur á Reykjanesi við reglubundið eftirlit á heita vatninu í borholum, þar sem efnasýni voru tekin og þau mæld.  Heimildamyndin verður um 45-50 mínútna löng. ÍSOR fær samantekt úr myndinni á DVD-diski og sérútgáfu sem fjallar um starfsemi og sögu ÍSOR. Einnig fylgir með stutt kynningarmynd um jarðvarmavirkjanir. Þessar myndir munu án efa nýtast vel til kynningarstarfs.