[x]
24. ágúst 2017

Þrautir í Vísindasetri Akureyrarvöku

ÍSOR tekur þátt í Vísindasetri Akureyrarvöku í Hofi laugardaginn 26. ágúst kl. 13-16. Anett Blischke jarðfræðingur hjá ÍSOR verður á svæðinu og leggur nokkrar þrautir er tengjast jarðfræði og jarðskjálftum.

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, haldin síðustu helgina í ágúst sem næst afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem má kynna sér á vef Akureyrarstofu.