[x]
9. júlí 2003

TEM-mælingar við Geysi

ÍSOR hefur tekið að sér að rannsaka Geysissvæðið í Haukadal með TEM-viðnámsmælingum og skoðun á borsvarfi úr nærliggjandi holum. TEM-mælingar hafa verið notaðar með góðum árangri víða á jarðhitasvæðum innanlands og erlendis. Þær skyggnast niður í jörðina og gefa nokkuð góðar hugmyndir um útbreiðslu jarðhitans allt niður á 1000 m dýpi. Greining á borsvarfi gefur upplýsingar um jarðlagskipan og ummyndun. Báðar rannsóknaraðferðirnar koma til með að gefa fyllri mynd af jarðhitakerfinu nefdu eftir hinum eina sanna Geysi. Rannsóknin hófst í byrjun júlí og er gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir um áramótin. Rannsóknin er kostuð af Auðlindadeild Orkustofnunar.