[x]
31. janúar 2008

Sumarstörf á ÍSOR 2008

ÍSOR mun ráða til sín nemendur á háskólastigi til ýmissa starfa í sumar, t.d. á sviði jarðeðlisfræði, forðafræði, jarðfræði, jarðefnafræði og verkfræði. Leitað er eftir sumarfólki við aðalstöðvar ÍSOR í Reykjavík og við útibú ÍSOR á Akureyri. 
Við val á sumarstarfsmönnum byggir ÍSOR á eftirfarandi viðmiðum:

  • Háskólanemendur á því sviði sem starfið byggist á hafa forgang til vinnu á viðkomandi sviði.
  • Umsækjendur sem áður hafa unnið hjá ÍSOR njóta forgangs.
  • Til að jafna hlutfall kynja í starfsliði ÍSOR eru konur hvattar til að sækja um.
  • Tekið er tillit til hversu langt umsækjendur eru komnir í námi, en það er ekki almenn forgangsregla að ráða þá sem lengst eru komnir. 
  • Vakin er athygli á því að sum störfin henta betur sterkbyggðu fólki og þjálfuðu útivistarfólki.

    Ráðningartími er 2-4 mánuðir. Hægt er að senda póst á isor@isor.is
    Umsóknarfrestur er til 20. mars 2008.