Við óskum eftir umsóknum frá jákvæðum og metnaðarfullum háskólanemum sem hafa áhuga á að kynnast störfum við náttúrufarsrannsóknir í alþjóðlegu umhverfi.
Þau störf sem eru í boði:
Sumarstarf á sviði jarðfræðikortlagningar
Um er að ræða starf á sviði jarðfræðikortlagningar og kortlagningar hafsbotns. Verkefni gætu falið í sér að nota hæðargögn og loftmyndir til að búa til línuþekju yfir misgengi, sprungur o.fl. Fastur vinnustaður er annað hvort hjá ÍSOR í Reykjavík eða Akureyri. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í jarðvísindum.
Sótt er um starfið á vef Vinnumálastofnunar (Tengill inn á vef VMST)
Sumarstarf á sviði grunnvatns- og jarðhitarannsókna
Um er að ræða starf við náttúrufarsrannsóknir og þá sérstaklega á sviði grunnvatns, jarðefnafræði eða jarðhitanýtingar. Fastur vinnustaður er hjá ÍSOR í Reykjavík. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í jarðvísindum.
Sótt er um starfið á vef Vinnumálastofnunar (Tengill inn á vef VMST)
Við bjóðum
• Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.
• Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
• Góðan hóp samstarfsfólks.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2020. Öllum umsóknum verður svarað. Við ráðningu í störf er tekið mið af gildandi jafnréttisáætlun ÍSOR sem birt er á heimasíðunni.