[x]
9. febrúar 2018

Sumarstörf hjá ÍSOR 2018

Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) óska eftir að ráða háskólanema til sumarstarfa.

Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum háskólanemum sem hafa áhuga á að kynnast störfum við náttúrufarsrannsóknir í alþjóðlegu umhverfi. 

Þau störf sem eru í boði:

Sumarstarf á efnarannsóknarstofu

Um er að ræða starf við efnagreiningar, gagnainnslátt og aðferðaþróun, einnig sýnasöfnun og fleira sem fellur til. Fastur vinnustaður er á efnarannsóknarstofu ÍSOR í Reykjavík. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í efnafræði, efnaverkfræði, jarðefnafræði, lífefnafræði eða lyfjafræði.

Sumarstarf í borholujarðfræði

Um er að ræða starf við frágang borgagna og gagnaúrvinnslu, aðstoð á borstað, greiningar á svarfi og annað tilfallandi á sviði borholujarðfræði og bergfræði. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í jarðvísindum.

Við bjóðum

  • Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum
  • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi
  • Góðan hóp samstarfsfólks

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2018. Stefnt er að því að afgreiða umsóknir fyrir páska og verður öllum umsóknum svarað. Við ráðningu í störf er tekið mið af gildandi jafnréttisáætlun ÍSOR sem birt er á heimasíðunni.

Umsóknir, ásamt ferilskrá, berist Valgerði Gunnarsdóttur í starfsmannahaldi á netfangið: sumarstarf@isor.is


ÍSOR er meðal helstu fyrirtækja í heiminum á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt. ÍSOR veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar og annarra auðlinda, ásamt því að annast kennslu í jarðhitafræðum. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Reykjavík og útibú er á Akureyri.