[x]
25. september 2007

Stefnumót við vísindamenn

Rannís stendur í þriðja sinn fyrir Vísindavöku – stefnumóti við vísindamenn,
föstudaginn 28. september. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn
hátíðlegur í helstu borgum Evrópu.
Vísindavakan verður haldin í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu og stendur frá kl. 17.00-21.00.
Á vökunni verður fróðleikur á hverjum fermetra og kjörið fyrir alla að líta við, bæði unga
og aldna og alla þar á milli.