[x]
26. júlí 2005

Starfsmenn ÍSOR við vinnu í Úganda í Afríku 2005

Á síðasta ári unnu starfsmenn ÍSOR við jarðhitaleit í Úganda á vegum Þróunarsamvinnustofnunar. Nú er hafið framhald á því verki og munu fimm starfsmenn ÍSOR taka þátt í þessum áfanga. Unnið verður að TEM-mælingum á tveimur svæðum Kibiro og Katwe til að ákvarða stærð jarðhitakerfanna og munu þrír jarðeðlisfræðingar frá ÍSOR hafa umsjón með mælingunum og vinna þær með heimamönnum. Jarðefnafræðingur frá ÍSOR mun gera úttekt á efnafræði vatnsins til að ákvarða hitastig í jarðhitageyminum svo og meta gæði jarðhitavökvans. Jarðfræðingur frá ÍSOR mun hafa umsjón með hitastigulsborunum.Þessi verkhluti hófst 10. júlí og munu mælingar standa allt til 15. september. Úrvinnsla fer fram á Íslandi og er áætlað að henni ljúki um miðjan október. Verklok verða svo á vinnufundi í Úganda í nóvember.