[x]
29. desemeber 2006

Starfsmaður ÍSOR hlýtur heiðursverðlaun Ásusjóðs

Stjórn Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright veitti í gær dr. Steinari Þór Guðlaugssyni jarðeðlisfræðingi heiðursverðlaun fyrir árið 2006. Verðlaunin hlýtur Steinar Þór fyrir margþættar rannsóknir á landgrunni Íslendinga. Steinar hefur undanfarin ár stýrt hópi sérfræðinga á ÍSOR sem unnið hafa að áðurnefndum rannsóknum á hafsbotninum og undirbúið greinargerðir vegna viðræðna um  hafréttarmál. Í umsögn stjórnar sjóðsins segir m.a. að Steinar sé afkastamikill fræðimaður. Hann eigi að baki glæstan feril sem vísindamaður og hafi jafnframt sýnt góða færni í að miðla þekkingu sinni til annarra. Hann hafi mótað rannsóknir á landgrunni Íslendinga og stýrt verkefnum þar af einstakri kunnáttu og framsýni sem líkleg sé til að skila þjóðinni stórum landvinningum. //