Vegna COVID-19 faraldursins hefur ÍSOR gripið til þess að láta nánast allt starfsfólk sitt vinna heiman frá sér til að forðast útbreiðslu veirusmitsins. Einu undantekningarnar lúta að fólki sem sinnir beinum mælingum á rannsóknastofum eða vinnur utandyra. Þannig ætti að vera hægt að sinna flestum verkefnum ÍSOR að minnsta kosti fyrst um sinn.
Starfsfólki borholumælinga hefur verið skipt upp í tvo hópa sem vinna aðskilið og draga þannig úr líkum á að smit stöðvi þjónustu borholumælinga ÍSOR.
Skiptiborð ÍSOR og móttaka er opið frá kl. 8 til 16 en öll fundahöld í húsakynnum ÍSOR eru bönnuð.
Netföng starfsfólks má finna hér á starfsmannasíðu ÍSOR.