[x]
5. september 2004

Skrifstofa Alþjóðajarðhitasambandsins tekur til starfa á Íslandi

Þann 1. september síðastliðinn, tók Samorka við rekstri aðalskrifstofu Alþjóðajarðhitasambandsins, IGA og mun hún verða þar næstu fimm árin. Jafnframt hefur Valgarður Stefánsson, eðlisfæðingur, verið ráðinn framkvæmdastjóri IGA og mun hann annast rekstur skrifstofunnar.  Valgarður, sem er einn reynslumesti og færasti jarðhitasérfræðingur landsins, hefur undanfarið verið deildarstjóri hjá Orkustofnun. Allir helstu þátttakendur í framleiðslu, nýtingu og rannsóknum á jarðhita í heiminum eru aðilar að IGA, ýmis beint eða gegnum jarðhitafélög hinna ýmsu landa. Jarðhitafélag Íslands er aðili að IGA. Íslendingar voru meðal forgöngumanna um stofnun samtakanna á sínum tíma, ekki síst Guðmundur Pálmason fyrrum forstöðumaður Jarðhitadeildar Orkustofnunar, forvera ÍSOR.