[x]
14. janúar 2008

Sívaxandi umsvif ÍSOR

Undanfarin ár hefur starfsmönnum ÍSOR farið stöðugt fjölgandi. Frá því ÍSOR var stofnað sumarið 2003 við aðskilnað Rannsóknarsviðs Orkustofnunar frá Orkustofnun hefur fjöldi starfsmanna nær tvöfaldast. Þeir eru nú liðlega 80.  Ástæðan eru vaxandi umsvif í jarðhitarannsóknum á Íslandi með byggingu nýrra jarðgufuvirkjana og undirbúningsrannsóknir vegna þeirra. Hið sama gildir um verkefni erlendis, einkum í tengslum við útrás íslenskra fyrirtækja í orkuiðnaðinum. Á síðastliðnu ári komu 27 nýir starfsmenn til ÍSOR og eru þeir boðnir velkomnir til starfa. Fáeinir starfsmenn létu af störfum og eru þeim þökkuð vel unnin störf.Í upphafi þessa árs var haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum kynningar- og umræðufundur nýrra starfsmanna með stjórnendum ÍSOR þar sem málefni ÍSOR voru til umræðu. Meðfylgjandi mynd tók Guðmundur Steingrímsson.  Á eðlisfræðideild ÍSOR hófu störfGunnar ÞorgilssonKristján ÁgústssonPáll JónssonSvanbjörg HaraldsdóttirSæunn Halldórsdóttir Á jarðfræðideild ÍSOR komuAuður Agla ÓladóttirChrista FeuchtKristín Þorsteinsdóttir KröyerMagnús Á SigurgeirssonSandra Ósk SnæbjörnsdóttirSveinborg Hlíf GunnarsdóttirTheodóra Matthíasdóttir Á tæknideild ÍSOR byrjuðuElvar J. EiríkssonFriðgeir PéturssonHalldór IngólfssonHalldór Örvar StefánssonHermann GuðmundssonHermann HafsteinssonHörður TryggvasonOddur KjartanssonSveinbjörn SveinbjörnssonSveinbjörn Sveinbjörnsson   Á upplýsingatæknideild ÍSOR komuHrafnhildur HarðardóttirSigrún Gunnarsdóttir Á útibú ÍSOR á Akureyri komuHjalti Steinn Gunnarsson Ragnar Bjarni Jónsson