Sumarvertíðin verður annasöm hjá hafbotnshópi Ísor sem hefur umsjón með þremur miklum rannsóknaleiðangrum í sumar. Tilgangur þeirra er að kanna gerð hafsbotnsins svo betur megi afmarka landgrunn Íslands í skilningi hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá koma til tvö verkefni sem varða auðlindakönnun fyrir norðan land:
- Skipið Akademik Lazarev gerir endurkastsmælingar til könnunar á setlagaþykkt í austurhlíðum Reykjaneshryggjar og í djúpinu norðaustur af landinu. Mælingafyrirtækið TGS-Nopec sér um verklega framkvæmd.
- Gerðar verða bylgjubrotsmælingar við norðurenda Hatton-Rockall-grunna til að kanna jarðskorpugerð. Leiðangurin er í tengslum við mælingar dönsku jarðfræðistofnunarinnar. Tvö skip verða notuð við mælingarnar, annað leggur hlustunarstöðvar á hafsbotninn en hitt gefur hljóðmerki með loftbyssum. Sjá hér mynd af skotskipinu Polar Princess.
- Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofnunar, gerir dýptarmælingar suður af landinu.
- Ísor tekur þátt í dýptarmælingum með mælingabátnum Baldri í Öxarfirði og nágrenni.
- Einnig stendur til að fara út á pramma til að ná sýnum af hafsbotni í Skjálfanda.