[x]
3. október 2013

Sérhæft jarðhitanámskeið

Þátttakendur og leiðbeinendurnir á námskeiðinu í Kenía. Ljósmynd Jarðhitaskólinn.Nýlega lauk jarðhitanámskeiði á vegum Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands fyrir jarðhitafólk í Rúanda, Búrundí og Kongó. Námskeiðið var haldið í Kenía í samstarfi við KenGen, raforkufyrirtæki Kenía, og Geothermal Development Company (GDC) í Kenía. Tveir af sérfræðingum ÍSOR sáu um kennsluna, þeir Benedikt Steingrímsson og Árni Ragnarsson. Þátttakendur voru 13. Námskeiðið er liður í þekkingaruppbyggingu í jarðhitamálum í löndunum þremur en til stendur að hefja veigamiklar jarðhitarannsóknir á Bugurama/Ruzizi svæðinu í Rúanda. Sjá nánar frétt um jarðhitasamstarf í Rúanda.