[x]
28. nóvember 2007

Sérfræðingar ÍSOR leiðbeinendur á námskeiði í El Salvador

Þessa vikuna stendur yfir námskeið í Mið-Ameríku um Jarðhitamat og umhverfisstjórnun á jarðhitasvæðum, ”Short Course on Geothermal Development in Central America - Resource Assessment and Environmental Management”. Meðal leiðbeinenda eru tveir starfsmenn frá ÍSOR, þeir Benedikt Steingrímsson, eðlisfræðingur og Þráinn Friðriksson, jarðefnafræðingur. Námskeiðið er á vegum Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og fyrirtækisins LaGeo í El Salvador. Þátttakendur eru um 70. Þetta er annað námskeiðið sem haldið er í Mið-Ameríku, undir sömu formerkjum og námskeiðin í Kenýa fyrr í nóvember og eru þau framlag Íslands til þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.Frekari upplýsingar og námskeiðsgögn má nálgast á vef Jarðhitaskólans.