[x]
21. júlí 2003

Sérfræðingar ÍSOR í austurvegi

Tveir af jarðfræðingum Íslenskra orkurannsókna þeir Knútur Árnason og Árni Hjartarson eru nú lagðir af stað austur til Chukotka austast í Síberíu, eftir nokkurra daga töf í Moskvu. Í Chukotka er verið að bora eftir heitu vatni og veita starfsmenn ÍSOR ráðgjafaþjónustu á staðnum samkvæmt samningi við verkfræðistofuna Hnit hf.