[x]
3. ágúst 2005

Segulmælingar í Hrollleifsdal og við Kálfsstaði

Dagana 26.-30. júlí fóru fram segulmælingar í Hrollleifsdal og við Kálfsstaði í Hjaltadal í Skagafirði en ÍSOR er ráðgjafi Hitaveitu Skagafjarðar í jarðhitaleit. Að þessu sinni gengu mælingarnar út á að elta þekkt misgengi og bergganga í grennd við borholur. Mælt var með nýjum segulmæli ÍSOR og gengu mælingar ágætlega. Mælisvæðið var alls 110 hektarar. Í Hrollleifsdal var mælt 60 hektara svæði og alls gengnir 25 km. Við Kálfsstaði var mælt 50 hektara svæði og alls gengnir 10 km.